Undanfarin ellefu ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Fulltrúar nefndarinnar komu á jólaskemmtun í Áslandsskóla, miðvikudaginn 20. desember, og tóku við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 244.543 krónur.
Á ellefu árum hefur skólasamfélagið í Áslandi því styrkt Mæðrastyrksnefnd um alls 2.661.984 krónur. „Þessi hugsun okkar til þeirra sem minna mega sín tengist einni af fjórum hornstoðum skólans, þjónustu við samfélagið,“ segir Leifur S. Garðarsson skólastjóri Áslandsskóla.