fbpx
Fimmtudagur, nóvember 7, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífSkilti til að vekja athygli og auka virðingu á námi, menningu og...

Skilti til að vekja athygli og auka virðingu á námi, menningu og sköpunarkrafti leikskólabarna

Nýlega voru sett upp tvö skilti á stóra steina fyrir utan leikskólann Stekkjarás.

Tilgangur skiltanna er að vekja athygli og auka virðingu nærsamfélagsins á námi, menningu og sköpunarkrafti leikskólabarna. Skiltin eru rétt við vinsælan göngustíg og vonast er til að fólk staldri við og kynni sér efni þeirra.

Stekkjarás vinnur eftir starfsaðferðum Reggio Emilia og leggur áherslu á að hugmyndir barnanna séu drifkrafturinn í daglegum viðfangsefnum þeirra og námi.

Alda Agnes Sveinsdóttir, leikskólastjóri segir starfsaðferðirnar ganga út frá því að börn hafa getu, kraft og sköpunargáfu til að vinna að hugmyndum sínum ef þau fá svigrúm til. „Margt bendir til að menntun sem börn öðlast á þann hátt sé þeim drýgst og endist þeim ævina á enda. Það er líka mikilvægt að vekja athygli á öllu því námi sem á sér stað á því æviskeiði sem við munum ekki eftir þegar við eldumst. Það lýsir nefnilega ákveðnu viðhorfi að þeirri spurningu sé ansi oft slegið upp þegar börn eru að verða fimm til sex ára hvort þau séu ekki orðin það stór að það sé hægt að fara að kenna þeim eitthvað,” segir Alda Agnes.

Lærdómssamfélag Stekkjaráss í sinni víðustu mynd kom að gerð skiltanna, nemendur í Stekkjarási teiknuðu myndirnar, starfsfólk lagði til texta, einn faðirinn lagði til hönnunarvinnu, foreldrafélagið greiddi hluta kostnaðarins og hinn hlutinn var greiddur úr sjóði sem fylgdi alþjóðlegu Eraxmus+  verkefni sem Stekkjarás tók þátt í 2018 til 2021.

Skiltin voru prentuð í Stapaprent og skiltastandarnir voru smíðaðir og settir upp af Vélaverkstæðinu Stuðlastáli.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2