fbpx
Laugardagur, apríl 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífSjálfstyrking í Jafnréttishúsi

Sjálfstyrking í Jafnréttishúsi

„Tölum íslensku við fólk af erlendum uppruna“

„Allir eru á hlaupum til að gera bestu kaupin, standa sig sem best í vinnunni eða skutla börnum sínum á hina og þessa staði. Verður til þess að engin má vera að því að slaka á. Þegar sumarfríin skella á tekur ekkert betra við, fólk er á þeytingi um landið með hjólhýsin eða tjaldvagnanna. Hlaupandi eftir kapp­leikjum barnanna eða rjúka til útlanda sem kostar sitt. Í öllum þessum asa gleym­ir fólk að hugsa um andlegu hlið­ina, sem er jú mikilvægast af öllu. Sér í lagi fyrir börnin okkar svo að þau þrosk­ist og dafni sem einstaklingar,“ segir Kristín Guðmundsdóttir í Jafn­réttishúsi.

„Það sem má ekki gleymast í öllum látunum eru innflytjendur, sem koma hingað til lands í von um betra líf. Þeir mega hafa sig alla við að ná taktin­um í þjóðfélaginu og tungumálinu. Það er ekki bara að fara á námskeið, læra tungumálið og byrja að tala það eins og ekkert sé. Það þekkja þeir sem hafa farið erlendis til dvelja í lengri eða skemmri tíma. Við þurfum að huga sér­staklega vel að innflytjendum, sem þurfa kjark og þor til að byrja að tala íslenskuna, þó það væri ekki nema örfá orð. Það er ekkert gamanmál að vera mállaus og týndur í ókunnulegu landi. Fjöl­mörg dæmi sanna það í gengum árin.“

Jafnréttishús hefur staðið fyrir sjálf­styrkingarnámskeiðum fyrir fólk af erlendum uppruna sem Kristín segir sé punkturinn yfir i-ið í námskeiðsflóru hússins. Eftir það námskeið fáist sterk­ari einstaklingar sem séu tilbúnir að tala okkar erfiða tungumál og leggja sig 100% fram fyrir samfélagið. „Sjálf­styrking liggur í orðinu og er eitthvað sem allir þurfa að huga að. Tökum okkur til og tölum íslensku við fólk af erlendum uppruna, við það eykst kjarku­rinn og fólk verður jákvæðara, segir Kristín og hvetur alla til að huga sérstaklega vel að nýjum einstaklingum í þjóðfélaginu og gefa þeim gaum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2