Öskudagsgleði í miðbænum – myndir

Kötturinn sleginn úr tunnunni í Firði

Vel var tekið á með kylfunni í Firði

Skrautbúnir krakkar voru víða á ferðinni í Hafnarfirði í dag, öskudaginn. Gengu þeir í fyrirtæki, sungu og þáðu góðgerðir fyrir þar sem slíkt var í boði.

Í Firði var kötturinn sleginn úr tunnunni þó enginn væri kötturinn né tunnan. Sælgæti hafði verið komið fyrir í sérútbúnum pappakassa sem þoldi barsmíðar krakkanna um tíma en svo varð hann undan að láta og krakkarnir flykktust að sælgætinu.

Margir höfðu lagt mikið í búninga og greinilegt að dagurinn vekur upp barnið í foreldrum sem hjálpa til við búningagerðina.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta leit við í bænum og tók meðfylgjandi myndir.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here