fbpx
Fimmtudagur, október 24, 2024

Neyðarkall!!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar treystir á stuðning bæjarbúa

Kæru Hafnfirðingar.

Sala á Neyðarkalli Landsbjargar hefst fimmtudaginn 2. nóvember og við leitum eftir ykkar stuðning. Sala á Neyðarkallinum er orðin mjög stór hluti af okkar fjáröflun og er því mikilvægt fyrir allt starf Björgunarsveitar  Hafnarfjarðar að vel takist til.

Neyðarkallinn 2017

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var stofnuð 26. febrúar 2000 eftir sameiningu Slysavarnafélagsins Fiskakletts og Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði eftir langt og farsælt starf beggja sveita. Sveitin eins og hún starfar í dag býr yfir mikilli björgunargetur og þá bæði til sjós og lands en sveitin okkar er sú eina á landinu með sporhund. Við eigum einn fullþjálfaðan hund hana Perlu en í sumar bættist við annar hundur hún Urta frá Ungverjalandi sem er um þessar mundir í þjálfun en það getur tekið upp undir tvö ár að fullþjálfa hund svo hann teljist útkallsfær.

Kæru Hafnfirðingar, við viljum biðja ykkur að taka vel á móti sölufólki okkar og styrkja okkur til enn frekari góðra starfa í ykkar þágu. Styrkjum okkar sveit og verslum í heimabyggð. Við erum hér fyrir ykkur.

Kveðja,
Gísli Johnsen,
formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2