fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÁ döfinniKristrún sýnir myndir sínar í Bókasafninu

Kristrún sýnir myndir sínar í Bókasafninu

Kristrún E. Pétursdóttir sýnir myndir sínar í glerrýminu í Bókasafni Hafarfjarðar og hefur sýningin staðið yfir frá 21. nóvember. Sýningin mun standa fram í janúar.

Kristrún hefur fengist við margskonar listsköpun í gengum tíðina. Síðustu ár hefur hún helgað sína listsköpun við gerð mynda úr bleki og með blandaðri tækni.  Kristrún er sjálfstæð í listsköpun sinni og hefur notið þess að þróa sinn innri listamann. Myndir Kristrúnar eru abstrakt og raðar hún á þeim saman fallegum litum og formum.

Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-19, föstudaga kl. 11-17 og laugardaga kl. 11-15.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2