Kótilettur, dans og gleði

Dansinn dunaði á Hrafnistu

Hin árlega hausthátíð var haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði í síðustu viku.

Hátíðin var í ár haldin með pompi og prakt, enda fyrsta skiptið eftir covid sem hægt var að hald svona stóran viðburð og að bjóða aðstandendum að njóta með.

Þorgeir Ástvaldsson og Björgvin Frans Gíslason.

Þeir Björgvin Franz og Þorgeir Ástvaldsson voru veislustjórar en þeir kalla sig Vinir Ragga Bjarna og spila lög eftir Ragga og sögðu ófáar skemmtilegar sögur af poppkónginum.

Boðið var upp á kótilettur og meðlæti, malt og appelsín, ís í eftirrétt og barinn var galopinn fyrir gesti.

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs, var heiðursgestur að þessu sinni og hélt stutta ræðu. Eftir borðhaldið kom Dansbandið með fjör í húsið og fólkið reimaði á sig dansskóna.

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði segir að dagurinn hafi í heild sinni verið fullkominn eftir krefjandi síðustu mánuði.

Ljósmyndir: Hreinn Magnússon

Ummæli

Ummæli