Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu – MYNDIR

Fjölmennt var á Ásvöllum í góðu veðri

Fjölmennt var á Ásvöllum þegar jólin voru kvödd með árlegri þrettándagleði Hauka með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar.

Dagskráin var hefðbundin, Helga Möller söng jólalög og fékk fólk með, álfar og furðuvefur voru á ferli og að sjálfsögðu kom jólasveinninn á leið sinni í fjöllin.

Skemmtunin fór vel fram í góðu veðri og henni lauk svo með flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar.

Fjarðarfréttir voru að sjálfsögðu á staðnum og að neðan má sjá ljósmyndir frá hátíðinni.