fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimÁ döfinniHrólfur Sæmundsson baritónsöngvari verður gestur Antoníu í Hafnarborg á morgun

Hrólfur Sæmundsson baritónsöngvari verður gestur Antoníu í Hafnarborg á morgun

Hrólfur Sæmundsson barítón verður gestur Antoníu Hevesi píanóleikara á hádegistónleikum Hafnarborgar á morgun, þriðjudag kl. 12.

Á tónleikunum verða fluttar fjórar aríur úr óperunum Machbeth, La Traviata og Don Carlo eftir G. Verdi.

Hrólfur Sæmundsson barítón lauk meistaragráðu í einsöng í Boston árið 2002 eftir burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík. Hrólfur hefur sungið í óperuuppfærslum og tónleikum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum en frá árinu 2009 hefur hann aðallega starfað í Þýskalandi og er nú fastráðinn við óperuhúsið í Aachen.

Hafnfirðingurinn Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins.

Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2