Hrekkjavaka vinsæl í hverfum bæjarins

Örfáar svipmyndir

Hrekkjavakan var í kvöld og hefur hinn bandaríski siður fest sig í sessi hér í bæ eins og víðar á landinu.

Víða hafa foreldrar skipulagt móttöku barna og mátti sjá á korti hvar vænta mátti góðgætis. Fjölmargir lögðu mikið í skreytingar, bæði á heimilum sem gáfu góðgæti og eins börnin sjálf sem þrömmuðu um hverfið sitt og fengu góðgæti.

Blaðamaður Fjarðarfrétta rakst á nokkra bæjarbúa í kvöld sem tóku þátt í hrekkjavökunni.

Ummæli

Ummæli