Hljóp til sigurs innvafinn í plastfilmu

Búninga- og gleðihlaup Hlaupahóps FH á árshátíðardegi

Hlaupahópur FH við Ástjörn

Þeir voru skrautlegir félagarnir í Hlaupahópi FH sem hlupu íklæddir hinum furðulegustu búningum um bæinn sl. laugardag. Vegfarendur ráku upp stór augu er þeir mættu hlaupurunum sem fóru í hópum og leystu ýmis verkefni.

hlaupah_fh_buningar-1

hlaupah_fh_buningar-1

Þó margir hlaupararnir keppist við að ná sem bestum tímum og taka þátt í hinum ólíklegustu hlaupakeppnum þá var eina markmiðið þarna að njóta dagsins og undirbúa sig fyrir árshátíð hópsins sem er um leið uppskeruhátíð.

sjúkraþjálfarinn og skólastjórinn
sjúkraþjálfarinn og skólastjórinn
Jóhann hreppti búningaverðlaunin
Jóhann hreppti búningaverðlaunin

Veðrið lék við hlauparana sem skemmtu sér hið besta og um kvöldið voru veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn og þau komu í hlut Jóhanns Ingibergssonar sem á glæstustu tíma hópsins í hálfu og heilu maraþoni og þó víðar væri leitað. Hann var vafinn inn í plastfilmu sem hefur ekki verið þægileg að hlaupa í en hvað gerir maður ekki til að skemmta sér og gleðja aðra.

 

Á uppskeruhátíðinni voru nokkrir hlauparar verðlaunaðir og helstu verðlaun hlutu:

  • Anna Ýr Böðvarsdóttir fyrir mestu framfarir og dugnað kvenna
  • Andri Ómarsson fyrir mestu framfarir og dugnað karla
  • Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir var valin hlaupari ársins í flokki kvenna
  • Hjörtur P. Jónsson var valinn hlaupari ársins í flokki karla
  • Guðjón Steinar Sverrisson var valinn föngulegasti félaginn en það eru verðlaun gefin af Skokkhópi Hauka.
Andri, Hjörtur, Anna ýr og Guðjón.
Andri, Hjörtur, Anna ýr og Guðjón.

hlaupah_fh_buningar-6hlaupah_fh_buningar-5hlaupah_fh_buningar-3

hlaupah_fh_buningar-6hlaupah_fh_buningar-5hlaupah_fh_buningar-3

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here