Gleðilegt nýtt ár! – MYNDBAND

458

Fjarðarfréttir óskar lesendum sínum gleðilegs árs og þakkar um leið ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Nýtt ár er ár breytinga hjá Fjarðarfréttum því útgáfu fréttablaðs á pappír hefur verið hætt – a.m.k. um sinn og verða Fjarðarfréttir framvegis einungis fréttavefur.

Kallað er eftir samstarfi við bæjarbúa til að vefurinn geti verið lifandi og birt fréttir af áhugaverðum málefnum í bænum, fréttir af fólki og fyrirtækjum auk þess að vekja athygli á málefnum sem tengjast stjórnun bæjarins.

Fjarðarfréttir mun áfram veita stjórnmálamönnum aðhald en færst hefur í aukana að bæjaryfirvöld eyði skattfé í að matreiða upplýsingar frá bæjarfélaginu á sem hagstæðastan hátt fyrir sitjandi meirihluta.

Allar ábendingar eru vel þegnar og skrif góðra penna vel þegin.

Hafnfirðingar voru skotglaðir um áramótin og himinninn logaði sem aldrei fyrr og veðrið var í raun nokkuð hagstætt fyrir flugelda þó aðeins hafi rignt.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta lét ekki deigan síga og myndaði fjörið og setti saman í skemmtilegt myndband.

Minnt er á að hjá Fjarðarfréttum er mikið safn ljósmynda úr Hafnarfirði frá lokum 2001 til dagsins í dag. Hægt er að kaupa myndir í fullri upplausn í vefútgáfu eða á prenti, bæði til einkanota eða til annarra nota.

Myndirnar eru teknar í Klukkuberginu

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here