Kona grunuð um líkamsárás

Rólegt hjá lögreglu um áramótin

Kona var handtekin rétt fyrir kl. 2 í nótt í Hafnarfirði grunuð um líkamsárás. Var konan færð til vistunar á lögreglustöð í þágu rannsóknar málsins.

Þá höfðu lögreglumenn afskipti af manni sem gerði það að leik sínum að setja skoteld í ruslatunnu og skemma. Var maðurinn kærður fyrir eignaspjöll.

Annars var rólegt hjá lögreglu í Hafnarfirði ef það helsta er gefið upp sem skráð er í  dagbók lögreglunnar.

Töluvert var þó um sprengingar á tímum sem ekki var heimilt að skjóta upp flugeldum á.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here