fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífGleði á grunnskólahátíð

Gleði á grunnskólahátíð

Nemendur sýndu í Gaflaraleikhúsinu og skemmtu sér á dansleik um kvöldið

Grunnskólahátíðin var hald­in 7. febrúar sl. en grunn­skól­arnir og félagsmiðstöðv­arnar í Hafnarfirði hafa staðið fyrir þessum hátíðum um langt skeið og ávallt farið vel fram. Um daginn sýndu nemendur afrakstur alls konar listtengdrar vinnu í Gaflaraleikhúsinu en um kvöldið var grunnskóla­ballið sem allir biðu eftir.

Á ballinu skemmtu DJ Ralfs, Wizard­manscligue, JóiPé og Króli, Sprite Zero Klan, Rjóm­inn, Ragga Hólm og sigur­vegarar úr söngkeppni Hafnar­fjarðar þær Rakel Sara Sig­þórsdóttir úr Hraun­valla­skóla og Unnur Elín Sigur­steinsdóttir úr Öldutúnsskóla.

Gleði skein úr hverju andliti þegar ljósmyndari Fjarðarfrétta leit við um kvöld­ið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2