fbpx
Miðvikudagur, janúar 19, 2022

Gaf Hrafnistu stórt málverk eftir Svein Björnsson

Í dag færði Arion banki Hrafnistu í Hafnarfirði glæsilega gjöf, stórt málverk eftir hafnfirska listamanninn og rannsóknarlögreglumanninn Svein Björnsson, sem gerði sjósókn góð skil í verkum sínum.

Verkið er risastórt og sýnir sjómenn við netaveiðar við erfiðar aðstæður. Einkenni Sveins leyna sér ekki og verkið hið glæsilegasta, nýkomið úr viðgerð og hreinsun.

Það var Hildur Markúsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Hafnarfirði sem afhenti verkið og sagði hún mjög viðeigandi að verkið myndi prýða veggi Hrafnistu enda endurspeglaði það sjósókn fyrri ára og væri eftir hafnfirskan listamann. Verkið kemur úr listaverkasafni bankans.

Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs tók við gjöfinni og þakkaði þessa höfðinglegu gjöf.

Gjöfin var afhent við athöfn í menningarsal Hrafnistu í dag og við það tækifæri sungu og systkinin Elísabet og Margeir sem lék á saxófón auk sem þau Ásthildur og Bjarni sungu með. Bjarni söng auk þess einn með miklum tilþrifum, Jólasveinninn kemur í kvöld við góðar undirtektir viðstaddra.

Þau eru öll tengd Hrafnistu á einhvern hátt og hafa leikið og sungið fyrir heimilisfólk á öllum á öllum Hrafnistueheimilunum á öllum deildum og með þeim í för er Pétur Magnússon forstjóri með sýna glæsilegu jólasveinahúfu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar