fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirMenning og mannlífEyjólfur kom til Íslands til að reka kaffihús í Flóanum

Eyjólfur kom til Íslands til að reka kaffihús í Flóanum

Hafnfirski söngvarinn Eyjólfur Eyjólfsson rekur kaffihúsið Vöðlakot í sumar

Vodlakot_1
Eyjólfur Eyjólfsson í eldhúsinu. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Eyjólfur Eyjólfsson (37) söngvari og þverflautuleikari hefur síðustu árin búið í Der Haag í Hollandi þar sem hann framfleytir sér með söng og gengur það mjög vel að hans sögn. En í sumar dró heimþráin hann til Íslands til að reka kaffihús í Flóanum, skammt frá þar sem hann hafði verið í sveit á sumrin. Hann setti upp lítið kaffihús í gömlu húsi, Vöðlakoti í Austur-Meðalholti en þar er menningarsetrið Íslenski bærinn, safn um íslenska torfbæinn.

Fólk velur sér fallegasta bollann

Vodlakot_4

Vodlakot_4Eyjólfur býr á efri hæðinni og í litlu eldhúsi bakar hann lummur, sérkenni hússins og dýrindis kökur sem hann býður með rjúkandi kaffinu. Í baðstofunni er tikkið í klukkunni áberandi og á heila tímanum slær hún kröftuglega. Gestir velja sér bolla úr úrvali gamalla fallegra bolla og sitja í notalegu umhverfi.

Langafabarn Guðmundar frá Miðdal

Vodlakot_2

Vodlakot_2Á vegg hanga nokkrar vatnslitamyndir af Heklu og eru þær merktar Eyjólfi. Aðspurður segist hann hafa lært af afa sýnum Ingva Guðmundssyni sem margir þekkja frá áralöngu starfi í Hafnarborg en langafi Eyjólfs var listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal. Vatnslitamynd eftir hann hangir skammt frá myndum Eyjólfs og segir hann hana í miklu uppáhaldi enda sé hún ein af síðustu myndum hans. Eyjólfur segist vera að fikra sig áfram með vatnslitina sem hann segir heillandi.

Langspilið tekið af veggnum

Glæsilegt útsýnið
Glæsilegt útsýnið

Eftir að hafa borið fram rjúkandi lummur og þriggja laga  marengstertu eftir uppskrift úr fjölskyldunni tekur Eyjólfur fram langspil af veggnum. Aðspurður segist hann hafa smíðað langspilið í Utrecht í Hollandi. Með viskustykkið á öxlinni sest hann niður með langspilið og töfrar fram fallega hljóma en brot af því má sjá og heyra hér að ofan.

Óvíst með næsta sumar

Kaffihúsið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og stefnir hann að því að hafa opið til 21. ágúst en þá heldur hann aftur út til Hollands. Gestkvæmt hefur verið í Vöðlakoti og í gær, sunnudaginn í verslunarmannahelginni hafi verið algjör sprengja.

Eyjólfur og gestir fyrir utan Kaffi Vöðlakot. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Eyjólfur og gestir fyrir utan Kaffi Vöðlakot. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Aðspurður um rekstur næsta sumar segir hann allt óljóst um það. Það muni koma í ljós í lok sumars.

 

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2