Emil Arthúr sigraði í Upplestrarkeppni 7. bekkinga

Lokahátíð Upplestrarkeppni 7. bekkinga

Emil Arthúr, Vilhjálmur og Kristín Vala

Stóra upplestrarkeppnin breytist í Hafnarfirði í Upplestrarkeppni 7. bekkinga en Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og átti hún 25 ára afmæli á síðasta ári.

Keppnin hafði hin síðari ár verið rekin af félagasamtökunum Raddir sem tóku þá ákvörðun að hætta með keppnina eftir 25 ár og leggja til að sveitarfélögin myndu sjálf standa fyrir keppninni. Hafnarfjörður ákvað að halda keppninni á eigin vegum. Stýrihópur um keppnina stóð fyrir samkeppni meðal 7. bekkinga um slagorð fyrir keppnina. Niðurstaða þeirrar samkeppni var að velja slagorðið LESUM SAMAN – ÞAÐ ER GAMAN. Höfundur þess er nemandi í 7. bekk í Víðistaðaskóla, Stefán Hrafn Egilsson. Ekki hefur veið ákveðið hvort slagorðið verði notað næstu ár eða hvort það verði árleg slagorðssamkeppni um það líkt og árlega er samkeppni um mynd á boðskort keppninnar í Hafnarfirði.

Höfundur boðskortsins í ár er Ísabella Hrönn 6. EÞ í Áslandsskóla.

Upplestrarkeppninni lauk með lokahátíð í dag í Víðistaðakirkju. Ingibjörg Einarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og upphafsmaður keppninnar á Íslandi, heldur utan um keppnina í Hafnarfirði líkt og hún gerði með Stóru upplestrarkeppnina hér í bæ.

Þeir sem kepptu til úrslita í ár voru:

 • Anna Lára Magnadóttir, Skarðshlíðarskóla
 • Ágúst Arnarson, Lækjarskóla
 • Ása Dóra Rúnarsdóttir, Öldutúnsskóla
 • Dagur Örn Antonsson, Hvaleyrarskóla
 • Ebba Guðríður Ægisdóttir, Áslandsskóla
 • Emil Arthúr Júlíusson, Víðistaðaskóla
 • Heiðrún Ingólfsdóttir, Setbergsskóla
 • Hildur Arna Hilmarsdóttir, Hraunvallaskóla
 • Jóhanna Dýrleif Guðjónsdóttir, Skarðshlíðarskóla
 • Karítas Katla Guðlaugsdóttir, Öldutúnsskóla
 • Katrín Anna Húbertsdóttir, Lækjarskóla
 • Kári Pálmason, Víðistaðaskóla
 • Kristín Vala Björgvinsdóttir, Engidalsskóla
 • Mirra Wolfram Jörgensdóttir, Áslandsskóla
 • Nadía Attigui, Hvaleyrarskóla
 • Ragnheiður Birna Jakobsdóttir, Hraunvallaskóla
 • Vilhjálmar Hauksson, Setbergsskóla
 • Þórarinn Bjarki Sveinsson, Engidalsskóla