Draga ferðatöskur í snjónum

Veturinn kom með nýju ári og allt varð hvítt í dag, á öðrum degi ársins. Búið var að moka fjölmargar gangstéttir og göngustíga en sjókoman hefur verið töluverð undanfarna tíma.

Erlendir ferðamenn voru á ferð á Strandstígnum meðfram Fjarðargötu undir kvöld og það tók greinilega á að draga ferðatöskurnar í snjónum.

Þessar asísku konur létu þetta þó ekki angra sig og skemmtu sér reyndar vel í snjónum.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here