Arnar Dór með nýtt lag

Hafnfirðungurinn Arnar Dór Hannesson, slfurverðlaunahafi úr The voice ísland var að senda frá sér nýtt lag núna á dögunum sem nefnist Carolyn og er komið út á Spotify og iTunes og hexur fengið góðar viðtökur víða um heim.

Lagið er eftir Gunnar Inga Guðmundsson
Textinn er eftir Erin Brassfiled Bourke
Saman skipa þau höfundateymið Second Hour og er þetta fyrsta lagið og textinn sem þau gera fyrir Arnar Dór.

Arnar Dór varð strax hrifinn af laginu og enska textanum þegar hann fékk prufuupptöku í hendurnar og segir að laglínan hafi strax heilað hann mikið.

Gunnar Ingi hefur áður komið við sögu sem lagahöfundur. Hann samdi Þjóðhátíðarlag vestmannaeyja árið 2003, lagið Draumur um þjóðhátíð sem Skítamórall flutti, kom að laginu Jólanótt sem Ragnheiður Gröndal söng og gerði lag fyrir Sjonna Brink.

Bróðir Arnars, Helgi Már Hannesson sá um pianóleik.

Hlusta má á lagið HÉR.

Ummæli

Ummæli