Mæðrastyrksnefnd kallar eftir stuðningi

Um 200 fjölskyldur þurfa aðstoð Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar vinnur nú hörðum höndum við að undirbúa jólaúthlutun sína. Í ár er þörfin jafnvel heldur meiri en í fyrra og reiknað er með að um 500 manns í rétt rúmlega 200 fjölskyldum muni njóta aðstoðar Mæðrastyrksnefndar.

Í nefndinni starfa sex konur í sjálfboðavinnu, ein úr hverju kvenfélagi bæjarins og er Bandalag kvenna samnefnari fyrir félögin sjö. Nefndin er sjálfstæð eining og sér um að sinna skjólstæðingum í Hafnarfirði fyrir jólin.

Veitir nefndin fjölskyldum stuðning að mestu leyti í formi inneignarkorta en í ár hefur nefndin einnig getað tekið við fatagjöfum frá almenningi og ýmsum varningi frá fyrirtækjum.

Segir Njóla Elísdóttir formaður ánægjulegt hvað fólk sýnir mikinn samhug með starfi nefndarinnar. Sérstaklega þykir henni vænt um gjafir frá fyrrverandi styrkþegum nefndarinnar sem gáfu rausnalega til nefndarinnar. Fannst þeim sjálfsagt að styrkja nefndina nú þegar vel gengi hjá þeim.

Meðal þeirra sem hafa styrkt starf nefndarinnar eru starfsmenn Ice Transport sem í dag komu færandi hendi með fatnað og fleira sem þeir höfðu safnað. Auk þess færði fyrirtækið Mæðrastyrksnefnd peningagjöf.

Njóla Elisdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar þakkar Jóni Ólafi Bergþórssyni framskvæmdastjóra Ice Transport fyrir stuðninginn. Með þeim á myndinni er mæðrastyrksnefndin og starfsmenn Ice Transport.
Njóla Elísdóttir formaður mæðrastyrksnefndar þakkar Jóni Ólafi Bergþórssyni framkvæmdastjóra Ice Transport fyrir stuðninginn. Með þeim á myndinni er mæðrastyrksnefndin og starfsmenn Ice Transport.

Þurfa meira fjármagn

Fjölmörg fyrirtæki, einstaklingar og félög styrkja starf nefndarinnar með fjárframlögum en þó vantar enn mikið upp á að nefndin hafi nægilegt fjármagn til að geta sinnt þeim sem eru í neyð.

Hægt er að leggja inn á reikning nefndarinnar, kaupa inneignarkort eða gefa jólagjafir.

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikninga nefndarinnar: 544-04-760686 eða 0140-15-381231. Kennitala Mæðrastyrksnefndar er 460577-0399.

Nánar má sjá um nefndina á www.maedrastyrksnefnd.is

Njóla formaður segir frá starfi nefndarinnar.
Njóla formaður segir frá starfi nefndarinnar.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here