Maður lést er húsbíl brann við Lónsbraut

Karlmaður lést þegar kviknaði í húsbíl við bátaskýlin á Lónsbraut við Hvaleyrarlónið snemma í morgun, en tilkynning um málið barst Neyðarlínu um sexleytið.

Lögreglan og slökkvilið fóru strax á staðinn, en bíllinn var alelda þegar að var komið.

Tæknideild lögreglu annast rannsókn á eldsupptökum, en hinn látni var einn í bílnum þegar eldurinn kom upp.

Ummæli

Ummæli