fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Lokaði Vegagerðin Bláfjallavegi án formlegrar heimildar?

Þegar mótmælendur að lokun Bláfjallavegar mættu við Leiðarendahelli kl. 14.30 í dag var þegar búið að loka veginum með steinblokkum og staurum auk þess sem búið var að setja upp merki sem sýndi að þarna var allur akstur bannaður.

Lokunin er rammgerð.

Þetta var þrátt fyrir að veginum átti ekki að loka fyrr en kl. 15 skv. tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Ekki auglýst í Stjórnartíðindum eins og lögbundið er

Skv. upplýsingum sem forsvari mótmælanna fékk hjá Svani G. Bjarnasyni, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni hafði lokunin ekki verið auglýst í Stjórnartíðindum sem nauðsynlegt er þegar varanlegar merkingar sem þessar eru settar upp.

Vegurinn sem átti að bæta og setja bundið slitlag á

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að Vegagerðin hafi hátíðlega lofað fyrir um tuttugu árum síðan að þjónusta þennan veg og hafi á kjördæmafundi með þingmönnum þ.v. Reykjaneskjördæmis að hann yrði lagfærður og á hann settur bundið slitlag.

Ökumenn þessara bíla komust ekki áætlaða síðustu ferð um Bláfjallaveg.

Mótmæli boðuð með örstuttum fyrirvara

Mótmælin voru boðuð með nokkurra klukkustunda fyrirvara og veðrið var mjög leiðinlegt, slyddurigning og hávaðarok og vegurinn þungur.

Samt mættu þarna all nokkrir bílar og fólkið í þeim vildi mótmæla þessari lokun sem þeir töldu mjög hæpna. T.d. hafi verið bent á það af Vegagerðinni að umferð væri þarna mjög lítil og því frekar hefði ekki þurft að loka veginum enda hættan mun minni en ef þarna væri mikil umferð. Þá var einnig bent á það að raunverulegt áhættumat hafi ekki verið gert fyrir þennan hluta vegarins og slíkt ætti ekki að liggja fyrir fyrr en árið 2021.

Gagnrýnd hefur verið staðsetning lokunarinnar.

Engin mengunarslys

Bann við akstri bifreiða með eldsneyti og hættulegan farm hefur verið í gildi um árabil á þessum hluta Bláfjallavegar. Þrátt fyrir að vegurinn hafi verið opinn í áratugi hefur aldrei orðið óhapp á honum er leitt hefur til mengunar.

Aðgengi að vinsælum útivistarsvæðum skert

Með lokuninni er verið að útiloka fólk frá að komast með auðveldum hætti að vinsælum útivistarsvæðum, s.s. að Bollahraunshellunum, Kerlingaskarði, Grindaskörðum, Bolla og Brennisteinsfjöllum, auk aðkomu að Dauðadala-, Þjófadala- og Kristjánsdalahellunum.

Varaleið lokað

Varaleið ef Suðurlandsvegur lokast er ekki lengur fyrir hendi.

Þegar alvarleg umferðarslys hafa orðið á Suðurlandsvegi norðan Bláfjallavegar hefur umferð verið beint tímabundið um Bláfjallaveg. Með lokuninni er búið að útiloka þann möguleika. Í raun er engin hjáleið frá Bláfjallavegi að Rauðavatni.

Ef slys verða á fólki í fjöllunum ofan og neðan Grindarskarða verður mun erfiðara en áður að kom hlutaðeigandi til aðstoðar.

Rammlega lokað en ekki skv. reglum.

Tengdar færslur

Mótmæla lokun Bláfjallavegar með samakstri í dag kl. 14.30

Bæjarráð Hafnarfjarðar fellst á að loka Bláfjallavegi

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar