Ljósmynd dagsins – Suðurgatan

Suðurgatan sem áður var eina gatan út úr bænum til suðurs. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Um 1960 kemur fram í lóðarsamningum að gatan sem nú heitir Suðurbraut, hafi heitað Reykjanesbraut. Hafði hún þá verið eina gatan út úr bænum áður en nýi Keflavíkurvegurinn var gerður. Hann var steyptur skömmu upp úr 1960. Gatan hét síðan Suðurgata enda tengdist hún Suðurgötunni beint eins og sést á meðfylgjandi mynd sem líklega er tekin 1975.

Þarna má sjá í gömlu Vörubílastöðina og nýja vegtengingu af Suðurgötu inn á Hringbrautina. Takið eftir trébátnum á vörubílnum en trébátar voru algengir á áramótabrennum á þessum tíma.

Lósmynd: Guðni Gíslason

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here