Ljósmynd dagsins – búið í bílskúr

Þú getur líka sent inn Ljósmynd dagsins!

Margrét Guðnadóttir og Guðný Guðnadóttir. Ljósmynd: Gísli Jónsson

Um 1960 lagði fólk oft sjálft mikla vinnu í byggingu eigin húsnæðis og byggt var eftir efnum og jafnvel flutt inn í hús þar sem mikið átti eftir að gera.

Fólk man eftir silfurloftunum, glansandi álpappír sem blasti við áður en fjárfest var í loftaklæðningu. Bílar voru ekki á hverju heimili og nær aldrei fleiri en einn.

Þessi mynd sem Gísli Jónsson tók árið 1962 sýnir tvær systur, þær Margréti og Guðnýju Guðnadóttur í bráðabirgðaeldhúsi í bílskúr. Reyndar hafði ekki verið gert ráð fyrir að búið yrði í bílskúrnum nema í örfáa mánuði sem þó urðu að heilu ári. Bílskúrshurðin var ekki einu sinni einangruð.

Áttu góða mynd í Ljósmynd dagsins?

Ef þú lumar á skemmtilegri mynd úr Hafnarfirði eða sem tengist Hafnarfirði frá fyrri árum þá getur þú sent hana ásamt upplýsingum á Fjarðarfréttir.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here