Lionsfélagar gáfu tæki í sjúkraþjálfun á Hrafnistu

Júlíus Gunnar Þorgeirsson íbúi að prófa græjurnar

Á dögunum gaf Lionsklúbbur Hafnarfjarðar sjúkraþjálfuninni á Hrafnistu Hraunvangi gjöf. Fengu þau tvo rafstýrða vinnustóla og einnig tvö titringsbretti eða powerboard. Þessi flotta gjöf kemur aldeilis að góðum notum fyrir íbúa Hrafnistu og dagvistunarfólkið en einnig þá sem búa í húsunum í kring þegar þeir fá að koma til okkar aftur í tækjasalinn eftir Covid.

Magnús Aadnegard og Magnús Ingjaldsson félagsmenn í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar komu færandi hendi.

Ummæli

Ummæli