fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Leikfangaland 6 ára og gefur Halloween nammi um helgina

Leikfangaland er skemmtileg og pínulítið öðruvísi leikfangaverslun sem staðsett er á fyrstu hæðinni í Firðinum.

Hefur hún vaxið og dafnað síðan hún var opnuð fyrir 6 árum.

„Við merkjum það að börnum jafnt sem fullorðnum finnst gaman að koma til okkar,“ segir Lilja Sigmundsdóttir, annar eigenda. Úrvalið er gífurlegt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Leikfangaland bíður upp á öll helstu merkin og búðin er bókstaflega stútfull af vörum.

Hjónin Lilja Sigmundsdóttir og Ólafur Magnússon við opnun Leikfangalands árið 2015. – Ljósm.: Guðni Gíslason

„Við erum alltaf með eitthvað þema og nú er það að sjálfsögðu Halloween.  Sjálf Halloween helgin verður 29.-31. október. Við bjóðum upp á mikið úrval af bæði búningum og ýmiss konar skreytingarefni fyrir þessa  daga.“

Í tilefni af því að Leikfangaland verður 6 ára nú í lok október  verður boðið upp á Halloweennammi alla helgina, föstudag, laugardag og sunnudag.

Það borgar sig að koma í Leikfangaland og skoða úrvalið og byrja að huga að jólainnkaupunum.

Leikfangaland er einnig með flotta vefverslun www.leikfangaland.is þar sem þú getur fundið nánast allar vörur sem til eru í búðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar