Kynningarfundur á nýrri íþróttagrein, sambo, verður haldinn í íþróttahúsi Setbergsskóla laugardaginn 17. mars kl. 13.00 – 14.30.
Sambo er sjálfsvarnar- og bardagaíþrótt sem á uppruna sinn í Sovétríkjunum árið 1920. Sambo er í dag alþjóðleg íþróttagrein sem er stunduð í öllum heimsálfum og stefnt er því að því að greinin verði ólympísk keppnisgrein.
Sport sambo er töluvert líkt catch wrestling og judó en með öðrum reglum og siðum og eigin búningum.
Bardaga sambo var þróað til nota í þjálfun hermanna, og samsvarar nútíma mixed martial arts, og innifelur fjölbreyttar aðferðir við striking og grappling.
Sjálfsvarnarnámskeið er hluti af Sambo, blanda af mixed martial arts og aðferðir sem eru kenndar í Sambo sjálfsvarnartækni gera iðkendum kleift að verja sig gegn flestum tegundum líkamsárása.
Í boði verða þrír flokkar fyrir bæði stráka og stelpur: Sport Sambo, Combat Sambo frá 10 ára aldri og sjálfsvarnarnámskeið frá 16 ára aldri.Þjálfari og stofnandi félagsins Sambo Ísland er Aleksandr Stoljarov en hann hefur stundað þessa íþrótt frá barnsaldri.
„Við reiknum með að æfingar hefjist í mars,“ segir Alex. „Við bjóðum æfingar fyrir stráka og stelpur frá 10 ára aldri og fyrir alla aldurshópa fullorðinna. Þá bjóðum við sjálfsvarnarnámskeið frá 16 ára aldri“.
Frekari upplýsingar munu koma á heimasíðuni www.basuto.vixsite.com/samboisland.is og á síðuna okkar á facebook, Sambo Ísland þar sem finna má allar upplýsingar og skrá sig á námskeið.
Segir Alex þessa íþróttagrein hafa góða möguleika á að verða mjög vinsæl á Íslandi. Bæði strákar og stelpur geta stundað þessa íþrótt og einnig fólk á öllum aldri. Keppt er í greininni í mörgum flokkum.