Kosið á tveimur stöðum í Hafnarfirði

Tíu flokkar bjóða fram

Kosið í Hafnarfirði

Kosið verður til Alþingis á morgun, laugar­dag, en alls eru þing­sætin 63. Í suðvesturkjördæmi, sem nær yfir Hafnar­fjörð, Garðabæ, Kópavog, Sel­tjarnarnes, Mos­fellsbæ og Kjósarhrepp, eru 13 þingsæti og þar af 2 jöfn­unarþingsæti.

Tíu stjórnmálasamtök bjóða fram í kjördæminu, Flokkur fólksins, Fram­sóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðis­flokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfykingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Viðreisn og Vinstri græn.

Eru þetta jafnmörg framboð og 2017 en í stað Alþýðufylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem ekki bjóða fram koma nýir inn Frjálslyndi lýðræðis­flokkurinn og Sósíalistaflokkur Íslands.

Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjar­skóli og Víðistaðaskóli og hefur ekki verið fjölgað þrátt fyrir mikla fjölgun í Hafnarfirði.

Fjórir kjörstaðir 2003

Árið 2003 voru íbúar 20.720 en þá voru almennir kjörstaðir fjórir, Áslands­skóli, Lækjarskóli, Setbergsskóli og Víðistaðskóli.

Nú þurfa íbúar Valla að fara í Víðistaðaskóla nú til að kjósa.

Á bæjar­stjórnarfundi fyrir skömmu lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar, Bæjar­list­ans, Viðreisnar og Miðflokks til að Hafnarfjarðarbær byði upp á frían kosningastrætó á kjördag, úr hverfum sem eiga langt að sækja á kjörstað. Tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðisflokks en Framsókn sat hjá.

Kosningaúrslitin 2017

Ummæli

Ummæli