fbpx
Föstudagur, mars 29, 2024
HeimFréttirKlúður í Bæjarbíómálinu

Klúður í Bæjarbíómálinu

Hafnarfjarðarbær ákveður að bjóða reksturinn úr aftur án þess að síta viðræðum við þá aðila sem buðu best

Bæjarráð samþykkti í gær tillögu menningar- og ferðamálanefndar um að bjóða út aftur rekstur Bæjarbíós en þá með uppfærðri útboðslýsingu.

Þetta kemur bjóðendum, sem töldu sig enn vera í samningaviðræðum við Hafnarfjarðarbæ, verulega á óvart enda hefði boltinn verið hjá Hafnarfjarðarbæ.

Aðeins þrír aðilar buðu í reksturinn og uppfylltu aðeins þeir Pétur Stephensen og Páll Eyjólfsson útboðsskilmálana og gengið var til samninga við þá. Að sögn Péturs lá boltinn hjá Hafnarfjarðarbæ um eitt atriði sem stóð eftir, kröfu þeirra um að Hafnarfjarðarbær greiddi rafmagn og hita, eins og þeir hefðu gert hjá síðasta rekstraraðila en á móti ætluðu bjóðendur að setja fullkomið fast hljóðkerfi í húsið. Bjóðendur höfðu engar fregnir fengið af því að samningaviðræðum hefðu verið slitið og telja illa brotið á sér. Segir Pétur hreint með ólíkindum að eftir mjög góðar samningaviðræður skuli þeim ekki einu sinni verið sagt að ekki væri hægt að verða við kröfum þeirra. Þeim hafi því ekki gefist tækifæri til að bregðast við því.

Óttuðust skaðabótakröfur

Samkvæmt heimildum Fjarðarfrétta töldu fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar að með því að fella niður greiðslur hita og rafmagns væri brugðið um of út frá útboðsskilmálum sem gæti kallað á skaðabótakröfur annarra bjóðenda, og jafnvel þeirra sem ekki hefðu boðið í vegna skilmálanna. Þetta er þrátt fyrir að hinir bjóðendur uppfylltu ekki útboðsskilmála og kom því aldrei til greina að semja við þá. Hins vegar virðist þetta útspil Hafnarfjarðarbæjar hreinlega bjóða upp á skaðabótakröfur bjóðenda vegna þess að þeir  voru ekki upplýstir um niðurstöðu bæjarins áður en ákveðið var að bjóða reksturinn út aftur.

Lítill áhugi fyrir rekstri Bæjarbíós

Ekki var mikill áhugi þegar reksturinn var boðinn út í vor og ekkert sem bendir til þess að áhuginn hafi aukist. Hefur útboðsferlið þegar tekið óhóflega langan tíma og ekki líkur á að einhverjir taki við rekstri Bæjarbíós á næstunni, staðfesti bæjarstjórn þessa ákvörðun bæjarráðs.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2