Kirkjur í Hafnarfirði aflýsa messum vegna COVID-19 veikinnar

Frá Ástjarnarkirkju

Daginn eftir 15 þúsund manna árshátíð bæjarstarfsmanna hafa prestar ákveðið að aflýsa helgihaldi á sunnudaginn.

Hafa prestar Ástjarnarkirkju sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Í ljósi nýjustu frétta af framgangi Covid-19 veirunnar vilja prestar og starfsfólk Ástjarnarkirkju gæta fyllstu ábyrgðar. Hefur ákvörðun verið tekin um að aflýsa fyrirhugaðri messu næstkomandi sunnudag (8. mars).
Hlutirnir breytast hratt og við fylgjumst vel með stöðunni og tökum einn dag fyrir í einu hvað varðar frekari ákvarðanir.”

Einar Sveinbjörnsson, formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefur einnig sent frá sér tilkynningu:

„Eftir að komin eru upp smit innanlands og Almannavarnir jafnframt lýst yfir neyðarstigi í sóttvörnum, er óhjákvæmilegt annað en að fella niður auglýst helgihald og samkomur af hálfu kirkjunnar um helgina.
Um er að ræða sunnudagaskólann kl. 11, guðsþjónustuna kl. 13 og Basar kvenfélagsins sem verður frestað fram í maí.”

 

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here