Kínversk borg vill samskipti við Hafnarfjörð

Ganzou í suður Kína sækist eftir samstarfi við Hafnarfjörð

Frá Ganzhou

Sex fulltrúum frá kínversku borginni Ganzou hefur verið boðið í heimsókn til Hafnarfjarðar í september/október á þessu ári. Hafði kínverska sendiráðið haft milligöngu um ósk fulltrúa borgarinnar um heimsókn en áhugi er að koma á vinabæjasambandi.

Formsins vegna er sent boð til kínversku borgarinnar en í bréfinu er boðinu beint til sex nafngreindra embættis- og stjórnmálamanna í Ganzou.

Er gert ráð fyrir heimsókn til nokkurra fyrirtækja en sendinefndin sjálf hafði milligöngu um að heimsækja Eimskip. Kínverska sendinefndin greiðir sjálf ferðakostnað, gistingu og fl.

Stór borg

Ganzhou er mjög stór borg með tæplega 9 milljónir íbúa og nær hún yfir 39.400 ferkílómetra landssvæði þar sem yfir 80% er fjallendi og um 70% skógur.

Ganzhou á vinaborgir í Bandaríkj­unum, Frakklandi, Sierra Leone, Grikk­landi og Brasilíu.

Greinin birtist í Fjarðarfréttum 1. september 2016

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here