fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirKeppt til úrslita í dag á Meistaramóti Íslands í badminton

Keppt til úrslita í dag á Meistaramóti Íslands í badminton

BH á karl í úrslitum í meistaraflokki í fyrsta sinn

Keppt verður til úrslita á Meistaramóti Íslands 2020 í badminton í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag, sunnudag.

BH á fulltrúa í níu af tólf úrslitaleikjum í A, B og öldungaflokkum klukkan 10-13 og þremur af fimm leikjum í meistaraflokki sem hefst klukkan 13:45 og lýkur milli klukkan 16 og 17.

Í fyrsta sinn í sögunni á BH keppanda í úrslitum í einliðaleik í meistaraflokki karla en það er Róbert Ingi Huldarsson sem náði þeim frábæra árangri. Þá spilar Erla Björg Hafsteinsdóttir í úrslitum í bæði tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í tvíliðaleik.

Hafnfirðingar eru hvattir til að fjölmenna í Strandgötuna til að styðja við BH-ingana sem komnir eru í úrslit.

Fylgstu með á Youtube

Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube hér ef fólk hefur ekki tök á að mæta á svæðið:

https://www.youtube.com/channel/UCLNyIhWNq5lPEQon1EI70fQ/featured

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2