fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirÍslandsmetin urðu fimm hjá Hrafnhildi

Íslandsmetin urðu fimm hjá Hrafnhildi

Flottur árangur hjá SH-ingunum á heimsmeistaramótinu í 25 m laug

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH bætti Íslandsmet í fimmta sinn í gærkvöldi í síðasta sundi sínu í einstaklingsgrein á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Kanada.

Hún syndi þá í undanúrslitum í 100 m bringusundi og bætti enn Íslandsmet sitt er hún synti á 1:05,67 mínútu, náði 14. sæti sem dugar henni því miður ekki inn í úrslitariðilinn. Síðasti tími inn í úrslitin var 1:05,20.

Á morgun keppir karlasveitin í 4×50 metra fjórsundi, Aron Örn Stefánsson SH syndir 100 metra skriðsund og að lokum syndir Viktor Máni Vilbergsson SH 50 metra bringusund.

Allir þrír sundmennirnir úr SH hafa staðið sig vel og bætt sína tíma. Viktor Máni syndi 100 og 200 m bringu og 100 m fjórsunds auk 50 m bringusundsins á morgun. Aron Örn synti í 50 m skriðsundi auk 100 m skriðsundsins á morgun en báðir hafa þeir staðis sig vel í boðsundum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2