Íbúðarhús við Öldugötu stórskemmt í bruna

Sjúkrabíll fór í forgangsakstri frá brunastað

Mikinn reyk lagði upp frá húsinu

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Öldugötu á fjórða tímanum í dag. Mikill viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem sendi m.a. 4 sjúkrabíla á staðinn. Slökkvilið er að störfum en skv. heimildum vitna fór einn sjúkrabíll í forgangsakstri frá húsinu. Ekki fengust neinar upplýsingar um skaða á fólki.

Uppfært 25.4.: Engin slys voru á fólki og komst kona með tvö börn út úr íbúðinni.

Rjúfa þurfti veggklæðningu til að komast að eldinum í þakvirkinu

Svo virðist sem eldurinn hafi verið mestur í eldhúsi á 2. hæð og þaðan hafi eldurinn læst sig í þakvirki en þriðja hæðin er inndregin. Tvær íbúðir eru í húsinu.

Mikill viðbúnaður var á staðnum

Slökkvilið var mjög fljótt á staðinn og slökkti eldinn en vandasamt virðist vera að berjast við eld í þakvirki.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here