Íbúar Cuxhaven gáfu Hafnarfjarðarbæ jólatré

Tendrað var á því í dag við Flensborgarhöfn

Jurgen Donner tendrar ljósin á jólatrénu

Ljósin á Cuxhaventrénu við Flensborgarhöfn vorur tendruð í dag. Vinabæjarsamskipti Hafnarfjarðar bæjar og Cuxhaven hafa varað allt frá því í september 1988.

Börn á leikskólanum Víðivöllum sungu.
Börn á leikskólanum Víðivöllum sungu.

Vinabæjarfélög íbúa hafa verið drifkraftur í samstarfi og samvinnu á sviði menningar, íþrótta, atvinnulífs og stjórnsýslu. Hafnarfjarðarbær er eina sveitarfélagið á Íslandi sem heldur uppi vinabæjarsamskiptum við Þýskaland og einn þáttur í reglulegu samstarfi er að Cuxhaven færir bænum veglegt jólatré að gjöf fyrir aðventuna ár hvert og hefur því tré verið komið upp á hafnarsvæðinu við minnismerkið um fyrstu lúthersku kirkjuna á Íslandi sem þýskir kaupmenn reistu hér í Hafnarfirði fyrir miðbik 16 aldar.

Gísli Ó. Valdimarsson formaður formaður Vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður Cuxhaven bauð gesti velkomna og Jurgen Donner, formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven flutti ávarp sem og Pétur Óskarsson varaformaður hafnarstjórnar og Diane Röhring staðgengill sendiherra Þýskalands. Leikskólabörn af leikskólanum Víðivöllum sungur og jólasveinar mættu á svæðið.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here