Íbúafjölgun meiri í Hafnarfirði en í Kópavogi og Garðabæ

Mesta fjölgun frá upphafi mælinga

Mynd af Hafnarfirði
Hafnarfjörður

Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar 2023 var 387.758 og hafði íbúum fjölgað um 11.510 frá 1. janúar 2022, eða um 3,1%.

Er það mesta fjölgun síðan árið 1734 eða eins langt og mannfjöldatölur fyrir Ísland ná.

Alls voru 199.826 karlar, 187.800 konur og 132 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 3,5% árið 2022, konum um 2,6% og kynsegin/annað um 80,8%.

Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum

Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum um 6.651 árið 2022 eða um 2,8%. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum þar sem fjölgaði um 6,7% á síðasta ári eða 1.941 manns. Fólki fjölgaði einnig yfir landsmeðaltali á Suðurlandi, eða um 1.368 einstaklinga (4,2%) og á Vesturlandi (3.1%). Minni hlutfallsleg fólksfjölgun var á Vestfjörðum (2,4%), Norðurlandi eystra (2,0%) og Austurlandi (1,8%). Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 27 einstaklinga, eða 0,4%.

Mynd sem sýnir fjölgun og fækkun íbúa á landinu