fbpx
Þriðjudagur, apríl 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHÚH hróp sent til sundfólksins okkar

HÚH hróp sent til sundfólksins okkar

Hafnfirska sundfólkið, Hrafnhildur og Anton Sveinn fékk HÚH hróp frá Thorsplani


Fjölmargir mættu, m.a. foreldrar Antons Sveins sem sjá má lengst til hægri. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Fjölmargir mættu, m.a. foreldrar Antons Sveins sem sjá má lengst til hægri. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Hópur stuðningsmanna hafnfirska sundfólksins kom saman á Thorsplani klukkan eitt í dag til að sýna samstöðu með þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur keppni á Ólympíuleikunum á morgun og Antoni Sveini McKee sem hefur keppni upp úr kl. sex í dag.

Var þetta að frumkvæði fjölskyldu Hrafnhildar og átti að koma Hrafnhildi skemmtilega á óvart. En það sem fer út á Facebook fer ekki leynt og auðvitað hafði einhver boðið Hrafnhildi á atburðinn.

Gunnar Helgason stjórnaði athöfninni og var bæði hrópað hið þekkta HÚH-hróp og einnig hróp SH-inga, bæði fyrir Anton Svein og Hrafnhildi.

HUH2

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2