Hringiðan varar við netsvindli

Svona lítur svindlkönnunin út

Hringiðunni hefur verið gert viðvart um að fólk sé beðið um að taka þátt í könnun á vegum Hringiðunnar þar sem fyrirtækið verðlauni það með fríum GSM síma. Eina sem fólk þurfi að gera sé að gefa upp kreditkortaupplýsingarnar sínar.

Hringiðan varar við þessu þar sem um svindl sé að ræða og minnir á að fólk á aldrei að gefa upp kortaupplýsingar sínar nema á öruggum sölusíðum.

Ef þú hefur lent í þessu og gefið upp kortaupplýsingarnar þínar þá skaltu strax hafa samband við þinn banka og láta loka kortinu þínu strax.

Útlit könnunarinnar má sjá hér að ofan og fólk er beðið um að hafa samband við Hringiðuna ef það sér hana.