Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem sigraði á heimsleikunum í Crossfit, æfði fimleika með góðum árangri hjá Björk og fermdist í Hafnarfjarðarkirkju árið 2007.

Ljósmynd: Guðni Gíslason.
Fimleikarnir eru greinilega góður grunnur fyrir margar aðrar íþróttagreinar og má t.d. nefna að Sigurður Tryggvi Sigurðsson, Íslandsmethafi í stangarstökki, var áður Íslandsmeistari í fimleikum. Met hans er komið til ára sinna en Sigurður er 59 ára gamall. Sömuleiðis hafði Þórey Edda Elísdóttir verið í fimleikum áður en hún snéri sér að stangarstökki og á hún enn Íslandsmet kvenna.
Katrín Tanja æfði og keppti í fimleikum í 10 ár en hefur keppt í CrossFit síðan 2011.
Með sigri sínum á sunnudaginn varði hún titil sinn frá því í fyrra.