Hrafnhildur varð 6. á Ólympíuleikunum í 100 m bringusundi

Hrafnhildur Lúthersdóttir að fara að keppa í úrslitum á Ólympíuleikum. Skjáskot

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti til úrslita í 100 m bringusund nú í nótt á Ólympíuleikunum í Brasilíu.

Hrafnhildur synti á 1. braut, og varð í 6. sæti á 1,07,18 mín. Varð hún efst Evrópubúa og á undan heimsmethafanum.

Aðeins Hafnfirðingar hafa synt til úrslita

Með sundi sínu varð Hrafnhildur fyrst ófatlaðra kvenna til að synda til úrslita í sundi á Ólympíuleikum en aðeins einn Íslendingur hefur gert það áður, Örn Arn­ar­son sem synti til úrslita á Ólymp­íu­leik­um í Syd­ney árið 2000 í 200 metra baksundi. Þar varð hann í 4. sæti.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here