fbpx
Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimFréttirHrafnhildur varð 11. í undanúrslitum á Ólympíuleikunum

Hrafnhildur varð 11. í undanúrslitum á Ólympíuleikunum

Hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt til að komast í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppti í nótt í milliriðlum í 200 m bringusundi á Ólypmíuleikunum.

Hún synti á annarri braut í fyrri riðlinum og kom í mark á 2,24.41 mín sem dugði henni ekki til þess að komast í úrslit. Hafnaði hún í 11. sæti en 8 bestu komust í úrslit. Hefði hún þurft að bæta Íslandsmet sitt um 1/10 úr sekúndi en met hennar er 2,22.96 mín., sem hún setti í London í maí sl.

Árangur Hrafnhildar í 100 m bringusundi, þar sem hún varð sjötta, er þriðji besti árangur íslenskrar íþróttakonu á Ólympíuleikunum, Vala Flosadóttir hefur náð lengst með silfurverðlaunum sínum í stangarstökki árið 2000 og FH-ingurinn Þórey Edda Elísdóttir varð 5. í stangarstökki 2004.

Hefur árangur hennar verið einkar glæsilegur í ár en keppni hennar á Ólympíuleikunum í ár er lokið.

Árangur Hafnfirðinganna á OL 2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir: 100 m bringusund, 6. sæti, 1,07.18 mín
Hrafnhildur Lúthersdóttir: 200 m bringusund, 11. sæti, 2,24.41 mín

Anton Sveinn McKee: 100 m bringusund, 1,01.84 mín
Anton Sveinn McKee: 200 m bringusund, 2,11.39 mín

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2