Hrafnhildur komst í undanúrslit í 200 m bringusundi á OL

Náði hún 10. besta tímanum en 16 komast áfram

Hrafnhildur styngur sér til sunds í 200 m bringusundi. Skjáskot

Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sig inn í undanúrslit í 200 m bringusundi á Ólympíuleikum í Ríó. Synti hún á 2,24.43 mín og varð 4. í sínum riðli. Hafði hún þegar tryggt sig inn áður en síðasti riðillinn var syntur. Náði hún 10. besta tímanum og keppir því í nótt í undanúrslitum.

Syndir hún á annarri braut í seinni riðlinum og hefst sundið kl. 02.20 í nótt.

Sjá nánar hér.

Í fyrsta riðli sigraði Julia Sbastian frá Argentínu á 2,27.98 mín

Í öðrum riðli sigraði Rikke Møller Pedersen frá Danmörku á 2,22.72 mín

Í þriðja riðli sigraði sigraði Rie Kaneto frá Japan á 2,22.86 mín.

Í fjórða riðli sigraði Kierra Smith frá Kanada á 2,23.69 mín.

Hér má sjá úrslitin.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here