Hrafnhildur fyrst íslenskra kvenna til að synda til úrslita á Ólympíuleikum

Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ljósmynd: Klaus Jürgen Ohk

Hrafnhildur Lúthersdóttir sýndi enn og sannaði mátt sinn sem sunddrottning er hún synti í undanúrslitum í 100 m bringusundi í nótt á Ólympíuleikunum.

Synti hún á 1,06.71 mínútum og varð fimmta í seinni riðlinum í nótt og sjöunda inn í úrslitin. Synti hún 10 sekúndubrotum hraðar en í undanrásunum en Íslandsmet hennar er 1,06.45 mínútur.

Úrslitasundið verður synt í nótt, aðfararnótt þriðjudags, kl. 01.54 og syndir Hrafnhildur á 1. braut. Sjá nánar um Hrafnhildi hér.

Þær sem syntu hraðast í nótt voru þær Lillia King frá Bandaríkjunum sem synti á 1,05.70 og Yulia Efimova sem synti á 1,05.72 en þær voru þær einu sem syntu undir 1,06 mínútum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here