fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Hjarta Hafnarfjarðar fær 3 milljónir en 14 aðrir fá samtals 1,9 milljón kr. í menningarsstyrk

Menningar- og ferðamálanefnda hefur samþykkt að veita 15 aðilum menningarstyrki, samtals að upphæð 4.919.979 kr.

Af þessu fara 3 milljónir kr. til Hjarta Hafnarfjarðar og er tillaga nefndarinnar að gerður verði samstarfssamningur um þessa upphæð til þriggja ára.

Eftirtaldir 14 aðilar fá samtals 1,9 milljón kr. og hæstu styrkirnir nema 250 þúsund krónum en sá lægsti tæpum 26 þúsund krónum.

Hjarta Hafnarfjarðar – Tillaga um samstarfssamning til þriggja ára 3.000.000 kr.
Melodica Festival Hafnarfjörður 2020 250.000 kr.
Götulist / Vegglist við Drafnarhús 250.000 kr.
Jólabærinn Hafnarfjörður 250.000 kr.
Guitarama 2019 240.000 kr.
Hönnunarmars 2020 200.000 kr.
Samvinnuhús – ljósmyndasýning í Hafnarfirði 154.000 kr.
Aðventuútsending Fjarðarpostsins 2019 100.000 kr.
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar 2019 100.000 kr.
Swingsextett Stebba Ó. 100.000 kr.
Jólatónleikar Karlakórsins Þrasta og söngur á Sólvangi og Hrafnistu 100.000 kr.
Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju 50.000 kr.
Hátíðardjass í Hafnarfirði 50.000 kr.
Hlutverkaleikir og Spuni 50.000 kr.
Spunaspilaklúbbur Hamarsins 25.979 kr.

 

Markmiðið menningarstyrkja, sem úthlutaðir eru tvisvar á ári, er að styðja við  enningarstarfsemi í samræmi við menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar og styrkja einstaklinga og félagasamtök til lista- og menningarsköpunar.

Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti.

Menningar- og ferðamálanefnd metur umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf bæjarbúum og hafnfirskum listamönnum til góðs í samræmi við menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Tekið er mið af raunhæfni verkefna, kostnaðaráætlun auk tíma- og verkáætlun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar