fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirHaukar styrkja körfuknattleikslið sitt

Haukar styrkja körfuknattleikslið sitt

Brooke Wallace kemur til liðsins frá Kentucky State University

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samkomulagi við bandarísku körfuknattleikskonuna Brooke Wallace um að spila með liðinu í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð.

Wallace er 22 ára miðherji og er 188 cm á hæð. Á síðustu leiktíð spilaði hún með Kentucky State University þar sem hún skilaði tæpum 13 stigum og 11 fráköstum að meðaltali í leik.

„Með ráðningu Wallace er lið Hauka svo gott sem klárt fyrir baráttuna á komandi tímabili og er mikil eftirvænting fyrir næsta vetri,“ segir Stefán Þór Borgþórsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Hauka.

Lovísa og Auður Íris gengu til liðs við Hauka

Lovísa Henningsdóttir við undirritun

Í gær skrifaði Lovísa Henningsdóttir undir samning við Kkd. Hauka og mun leika með meistaraflokknum næsta vetur. Lovísa hefur spilað undanfarin ár við góðan orðstír með bandaríska háskólaliðinu Marist en hún útskrifaðist þaðan á dögunum. Lovísa gerði eins árs samning við Hauka.

Einnig hafa lykilleikmenn liðsins framlengt samninga sína. En það eru þær Þóra Kristín Jónsdóttir, Magdalena GísladóttirEva Margrét Kristjánsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir og Sigrún Björg Ólafsdóttir. Þær gera allar tveggja ára samning.

Einnig mun Ólöf Helga Pálsdóttir stýra liðinu næsta vetur en hún framlengdi samning sinn við Hauka um eitt ár.

Á dögunum gekk Auður Íris Ólafsdóttir til lið við Hauka og gerði tveggja ára samning. Ásamt því mun hollenski landsliðsmaðurinn Janine Guijt sem lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils koma aftur næsta tímabil.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2