Haukar skora á forráðafólk barna að sjá til þess að börn séu ekki eftirlitslaus að leik á Ásvöllum

Frá Ásvöllum um kl. 17 í dag.

Eitthvað hefur borið á að börn og unmenni safnist saman að leik og bent var á að tugir ungmenna hefðu verið á gervigrasinu á Ásvöllum í dag.

Haukar sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag:

Kæra Haukafólk.
Við viljum aftur árétta það að forráðamenn gæti þess að börn og ungmenni séu ekki eftirlitslaus við leik á Ásvöllum. Reglur um samkomubann eru í fullu gildi á Ásvöllum eins og annars staðar í samfélaginu. Haukar leggja mikla áherslu á að iðkendur og forráðamenn fylgi í hvívetna fyrirmælum sóttvarnalæknis og almannavarna um fjöldatakmarkanir og fjarlægð milli fólks. Gerum þetta saman!

Um kl. 17 í dag var nokkur fjöldi á gervigrasvellinum við æfingar og hliðið að svæðinu opið.

Á íbúasíðu Valla kom fram hjá starfsmanni Hauka að starfsfólkið sé að gera allt til þess að finna lausnir á að loka svæðinu.

Skilti við opið hlið að gervigrasvellinum.

Ummæli

Ummæli