fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirHagkvæmast að tvöfalda Reykjanesbraut í núverandi vegstæði

Hagkvæmast að tvöfalda Reykjanesbraut í núverandi vegstæði

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar eru komnar fram í nýútkominni frumdragaskýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina um færslu Reykjanesbrautarinnar við Straumsvík. Þar kemur fram að hagkvæmast er að breikka Reykjanesbrautina, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði og einfalda fyrri útfærslur sem kallar jafnframt á breytt aðalskipulag. Aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir færslu Reykjanesbrautarinnar til suðurs frá Krýsuvíkurvegi og vestur í Hvassahraun en sú færsla tengdist áður fyrirhugaðri stækkun á álverinu í Straumsvík.

Samgönguráðherra vill flýta tvöföldun á nýjum forsendum

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra upplýsir að hann hafi fundað í haust með fulltrúum Vegagerðarinnar og hafi átt samtöl við fulltrúa Hafnarfjarðabæjar og álversins í Straumsvík.

„Ég mun beita mér fyrir því að aðilar vinni málið út frá þeim forsendum sem nú liggja fyrir. Náist farsæl lending verður hægt að flýta og ljúka framkvæmdum við Reykjanesbrautina frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunnar,“ segir samgönguráðherra.

Kostur II eftir breytingar; tvenn mislæg vegamót farin út, breytingar við núverandi mislæg vegamót við álver, áfram gert ráð fyrir undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi.

Í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ hefur komið fram sú tillaga Hafnarfjarðarbæjar að hafa aðra akstursstefnuna í núverandi vegstæði en hina í vegstæði skv. aðalskipulagi. Sú tillaga hefur ekki fallið í góðan jarðveg en áætlaður kostnaður við hana er 2,9 milljarðar kr.

Kostur III (tímabundin lausn). Gert er ráð fyrir einum mislægum vegamótum, bílagöngum, undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi sem og breytingum við núverandi mislæg vegamót við álver. Einnig er gert ráð fyrir nýrri tengingu milli veglína (akstursstefna).

Í skýrslu Mannvits kemur fram að áætlaður kostnaður við tvöföldun Reykjanesbrautar í nýju vegstæði skv. núverandi aðalskipulagi kosti 4,6 milljarða kr. en 2,1 milljarð miðað við tvöföldun í núverandi vegstæði. Leggur Vegagerðin til að síðari leiðin verði farin, leið 2.

Kostur I eftir breytingar; tvenn mislæg vegamót farin út, ein mislæg vegamót komin inn, áfram gert ráð fyrir bílagöngum og undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi.

Ekki er gert ráð fyrir mislægum gatnamótun vestan Rauðamels eins og var í fyrra aðalskipulagi en í nýjasta aðalskipulagi hafa þau gatnamót verið felld út. Skv. upplýsingum frá Mannviti vissu menn ekki þar né hjá Vegagerðinni hvers vegna þessi færsla var gerð en mjög mikið af fornminjum eru á svæðinu.

Aðgengi að Almenningi skert

Með því að fella út þessi gatnamót verður aðgengi að Almenningi og öllum þeim fornu gönguleiðum skert og ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum við syðri akstursstefnu sem hægt væri að nýti ækju Hafnfirðingar alla leið að útjaðri Hafnarfjarðar en þar er gert ráð fyrir mislægum gatnamótun þar sem fyrirhugaður ofanbyggðavegur tengdist Reykjanesbraut.

Áætla má að kostnaður við mislæg gatnamót svipuð og eru á Reykjanesbrautinni sé rúmlega 400 millj. kr. og yrði heildarkostnaður við leið 2 áfram sá lægsti. En til þess að gera ráð fyrir slíkum gatnamótum þarf að gera breytingu á aðalskipulagi og boltinn liggur hjá Hafnarfjarðarbæ.

Lega Reykjanesbrautar skv. gildandi aðalskipulagi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2