fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimFréttirHafnfirsku handboltaliðin þrjú úr leik - komust ekki í úrslitaleikina

Hafnfirsku handboltaliðin þrjú úr leik – komust ekki í úrslitaleikina

Eftir að Haukastúlkur höfðu tapað sínum leik á fimmtudag voru karlalið FH og Hauka eftir og að sjálfsögðu vonuðust Hafnfirðingar eftir úrslitaleik milli þessara liða. Svo fór ekki því bæði liðin töpuðu mjög naumlega í háspennuleikjum. Hrikalega svekkjandi.

Haukar – Afturelding

Síðasti leikur Hafnarfjarðarliðanna í úrslitakeppninni í bikarkeppni HSÍ í handbolta var leikur Hauka og Aftureldingar. Allt stefndi í öruggan sigur Hauka sem voru með 18-11 forystu í hálfleik og komust mest í 8 marka forystu. En ótrúleg baráttugleði Aftureldingu sem eru með hafnfirska þjálfarann Einar Andra Einarsson færði gríðarlega spennu í leikinn og náði Afturelding að jafna leikinn þegar mínúta var eftir og venjulegum leiktíma lauk 25-25.

Afturelding var svo sterkara liðið í framlengingunni og sigraði 29-28.

FH – Valur

Gríðarleg spenna var í leik FH og Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í handbolta karl  í gær. Valsmenn voru alltaf skrefinu á undan og munaði allt í 4 mörk en þegar 15 mínútur voru eftir jöfnuðu FH leikinn og eftir það var leikurinn gríðarlega spennandi.

Varnir liðanna voru gríðarsterkar en aðallega munaði um það að FH-ingar gerðu allt of mörk klaufamistök og misstu t.d. boltann oft klaufalega. Áttu FH-ingar möguleika á að jafna leikinn á síðustu sekúndum en skot Einars Rafn Eiðssonar var slappt á lokasekúndunni.

Óðinn Þór Ríkhaðrsson var markahæstur með 6 mörk og Ágúst Sigurðsson skoraði 5 mörk. Ágúst Elí varði 16 mörk.

Leiknum lauk 20-19 fyrir Fram eftir að staðan hafði verið 9-6 í hálfleik.

Löng bið FH-ing eftir bikarmeistaratitli verður því enn lengri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2