fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirHættuleg lagning og tillitsleysið algjört

Hættuleg lagning og tillitsleysið algjört

Víða um bæinn má sjá bílum lagt upp á gangstéttir og þannig að það hindri umferð gangandi fólks. Lítið eftirlit virðist vera með slíku og ekki eitt af aðalverkefnum lögreglunnar.

Íbúi við Lækjargötu hafði samband og benti á sendibíl sem oft er lagt í stæði við blokkirnar á Lækjargötu, gengt húsi nr. 28. Þar er sendibíl bakkað í stæði sem nær að gangstéttinni, en þannig að aftasti hluti bílsins nær út á gangstéttina. Það sem gerir þetta enn varasamara er að trappa, aftast á bílnum, skagar aftur úr bílnum og ekki víst að gangandi taki eftir henni.

Undanfarin ár hefur oft sést til svona sendibíla á þessum stað og jafnvel hefur verið dráttarkrókur, aftasti hluti sem ekki er gott að rekast í.

Það er ekki mikið pláss eftir fyrir gangandi.

Vildi íbúinn að lögreglan tæki á svona málum og hvatti jafnframt bíleigendur að taka betur tillit til gangandi vegfarenda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2