fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirHæst hlutfall íbúa í atvinnuhúsnæði er í Hafnarfirði

Hæst hlutfall íbúa í atvinnuhúsnæði er í Hafnarfirði

Í skýrslu um búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem unnin var af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) og Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og birt á síðasta ári kemur m.a. fram að 1,6% íbúa Hafnarfjarðar býr í atvinnuhúsnæði.

Er þetta hæsta hlutfallið á höfuðborgarsvæðinu.

Dreifing á búsetu í atvinnuhúsnæði um höfuðborgarsvæðið

Í könnun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem framkvæmd var árið 2017 komu sterkar
vísbendingar fram um aukningu á búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þá var
fjöldi staðfestra óleyfisíbúða í atvinnuhúsnæði alls 309 íbúðir og var áætlað að í kringum
3.500 – 4.000 einstaklingar væru búsettir í slíku húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Í könnun sem gerð var 2021-2022 kemur fram að nú séu 1.868 íbúar á 204 heimilisföngum og þarf af 19 börn og skv. því hefur íbúum í atvinnuhúsnæði fækkað verulega eða að fyrri tölur hafi verið ofmetnar.

472 búa í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

46% þessara 1.868 sem búa í atvinnuhúsnæði búa í Reykjavík en 472 í Hafnarfirði eða 25,3%. Kópavogur kemur þar á eftir með 353 eða 18,9% og hin sveitarfélögin koma þar langt á eftir.

Það vekur að hæst hlutfall íbúa í sveitarfélagi sem búa í atvinnuhúsnæði er í Hafnafirði þar sem 1,6% búa í atvinnuhúsnæði, hlutfallið er næst hæst í Kópavogi þar sem 1,2% búa í atvinnuhúsnæði og 0,7% íbúa Reykjavíkur býr í atvinnuhúsnæði og 0,6% Garðbæinga.

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2